Blue Lagoon Challenge 2015

Hjólreiðafélag Reykjavíkur heldur 20. Blue Lagoon Challenge laugardaginn 13.júní 2015 Mótið fer fram í samvinnu við Bláa lónið. Hér má nálgast allar upplýsingar um keppnina.

Fara á skráningarsvæði »  

Afhending verðlauna

Kæru þátttakendur í Blue Lagoon Challenge 2015

Please see here English version.

Við þökkum ykkur kærlega fyrir góða og drengilega. Keppnin fór í öllum aðalatriðum vel fram, gekk frábærlega, og komust flestir leiðina stórslysalaust. Veður og kjöraðstæður í brautinni gerðu það að verkum að margir voru að ná sínum besta tíma sem er ánægjulegt og slógu María Ögn Guðmundsdóttir og Daninn Søren Nissen fyrri brautarmet.

Hægt er að skoða tíma frá tímatökukerfi hér á síðu Þríkó

Einnig viljum við þakka öllu starfsfólki og styrktaraðilum, þá sérstaklega Bláa Lóninu, og öðrum þeim sem aðstoðuðu okkur við að gera þetta mót að veruleika, en rúmlega 600 keppendur voru skráðir til leiks.  

Afhending verðlauna, fer fram á morgun mánudaginn 15. júní í reiðhjólaversluninni Erninum Faxafeni kl. 20:00. 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest aftur þar og í keppninni að ári.

Bestu kveðjur
Mótsstjórn HFR

Instagram #blch2015 
Sponsors